Skemmtilegt fuglaverkefni í 4. bekk

Í 4. bekk er skemmtilegt fuglaverkefni í gangi. Þar er farið yfir algengustu fuglana og æviskeið þeirra. Hver nemandi dregur ákveðinn fugl sem síðan er unnið með, teiknaðar myndir og staðreyndir skrifaðar um útlit og einkenni. Í framhaldinu gera þau sögu um fuglinn sinn. Hér má sjá myndir af þessu fjölbreytta verkefni.

Posted in Fréttaflokkur.