DÚÓ STEMMA komu í heimsókn

Í dag bauð foreldrafélagið upp á skemmtun og fræðslu fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Í skólann komu meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem kalla sig Dúó Stemma, þau Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Þau hafa leikið saman í um tuttugu ár og spilað fyrir fjölmörg börn á Íslandi og erlendis. Þau kynntu hljóðfæri og tónlist fyrir krökkunum. Virkilega fróðlegt og skemmtilegt og mikil ánægja meðal nemenda. Bestu þakkir til foreldrafélagsins.

Posted in Fréttaflokkur.