NÝJUSTU FRÉTTIR
Skólasókn
Kópavogsbær var að gefa út endurskoðaða skólasóknarferla, eða viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn; leyfi/veikindi og fjarvistir.
Tónmenntakennari óskast í afleysingu vegna fæðingarorlofs.
Lesa meiraRithöfundur í heimsókn
Rithöfundurinn Árni Árnason heimsótti Snælandsskóla í dag og las úr bók sinni Friðbergur forseti fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Árni fékk góðar viðtökur og svaraði spurningum nemenda eftir upplesturinn án þess að gefa of mikið upp því margir vildu […]
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fleiri stigum en miðstigi. Yngsta stig hittist líka og fræddist um skáldið, fræðimanninn og orðasmiðinn Jónas Hallgrímsson. Sungnar voru stökur og svo fengu krakkarnir gogg til að brjóta saman þar sem í leynast stökur […]
Haustdagurinn
Haustdagurinn okkar var haldinn í dásemdar veðri eftir að hafa verið frestað veðurs í tvígang. Yngsta stigið hélt söngstund og fór í alls konar skemmtilega leiki úti á túni við Galleríið/Gula róló. Miðstigið fór í ratleik í Dalnum og svo í […]
Ráðherra kynnir sér spjaldtölvunotkun í Snælandsskóla
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom í heimsókn í Snælandsskóla á mánudag til að kynna sér spjaldtölvur í námi og kennslu og Snillismiðju skólans, sem leggur áherslu á sköpun og tækni. Nemendur á miðstigi og unglingastigi tóku á móti ráðherranum […]
Snælandsskóli er hnetulaus skóli
Við minnum á að Snælandsskóli er hnetulaus skóli. Nokkrir nemendur skólans eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Foreldrar eru beðnir um að passa vel að það sem börn þeirra komi með í nesti sé hnetulaust. Það á einnig við um ýmis konar […]
Betri líðan nemenda
Betri líðan nemenda SNÆLANDSSKÓLI, sem er heildstæður grunnskóli, er einn af fleiri skólum í Kópavogi sem tekur þátt í verkefninu Heilsuefling í skólum. Verkefnið er liður í samstarfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Evrópuráðsins og Evrópusambandsins. MYNDATEXTI: Barnið á að geta verið í heilsuleikskóla, -grunnskóla […]
Lokakeppni í spurningakeppninni
Lokakeppni í spurningakeppninni, Sagan öll fór fram í gær. Tvö lið voru í úrslit, bæði úr 10 bekk. Bjartur, Benedikt, Kári Tómas og Árni Björn sigruðu keppnina
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni