Ungur rithöfundur í skólanum

Eva Björg Loga­dóttir er nemandi 9. bekk  í Snælandsskóla og var að gefa út sína fyrstu bók. Hún var 12 ára þegar hún byrjaði að skrifa um ævin­týri vin­kvenna sem reyna að bjarga heiminum frá lofts­lags­vánni. Höfundurinn ungi segir magnað að sjá bókina Síðasta tæki­færið á sölu­lista barna­bóka tveimur árum síðar. Við í Snælandsskóla erum ákaflega stolt af Evu og hversu góð fyrirmynd hún er og hvatning fyrir aðra nemendur skólans. Við óskum Evu  innilega til hamingju með útgáfu bókarinnar og hlökkum til að sjá meira frá henni í framtíðinni.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Evu sem Fréttablaðið birti í vikunni.

https://www.frettabladid.is/lifid/siasti-sens-framtiarinnar/

 

Posted in Fréttaflokkur.