Vegna hrað- og sjálfsprófa

Á vef embættis landlæknis er að finna tilmæli vegna hrað- og sjálfsprófa.

Eins og þar kemur fram þá stytta þau próf ekki einangrun eða sóttkví og einnig er ætlast til að einstaklingar sem eru með covid einkenni fari í einkennasýnatöku t.d. á Suðurlandsbraut, þar sem framkvæmd eru PCR-próf sem gefa bestu og áreiðanlegustu niðurstöðuna.

Skólinn mun því áfram senda nemendur heim ef þeir koma í skólann með flesnsueinkenni (covid einkenni) jafnvel þó að neikvæð niðurstaða hafi fengist úr hrað- eða sjálfsprófi.

Posted in Fréttaflokkur.