Litla upplestrarkeppnin

Uppskeruhátíð var hjá nemendum í 4. bekk í vikunni sem hafa verið að vinna að Litlu upplestrarkeppninni. Foreldrum var boðið að koma og horfa/hlusta á upplestur barnanna að morgni í salnum á þriðjudegi og fimmtudegi kl. 8.30 Nemendur lásu ýmist einir eða saman mismunandi texta sem þau kynntu sjálf. Við fengum svo gestalesara , Kristínu og Kára Jan úr 7. bekk til að lesa eitt ljóð hvort en þau tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi 13. apríl síðstliðinn. Einnig var boðið upp á tvö tónlistaratriði frá hvorum bekk. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega vel og við hlökkum til að sjá þau og heyra i þeim í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk eftir þrjú ár.

 

Posted in Fréttaflokkur.