Í tengslum við námsgreinina Karakter hjá Soffíu Weisshappel kennara fengu nemendur i 10. bekk fyrirlestur um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði. Bryndís Guðnadóttir frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR, hélt fyrirlesturinn þar sem fjallað var um grunnhugtök í kjaramálum á borð við kjarasamninga, ráðningasamninga, vinnutíma, launaseðla, veikindarétt og hvíldartíma. Kynningin samanstóð af leiknum skemmtimyndböndum, auk fræðslu frá Bryndísi.