Lesum saman, korter á dag

Hið árlega lestrarátak á yngsta stigi „Lesum saman, korter á dag“  hófst formlega í dag á sal skólans. Þemað í ár er Bókasafnsráðgáta: Bók hefur horfið af bókasafni skólans!

Á hverjum degi er hlustað á kafla úr bókinni Bókasafnsráðgátan. Eftir lesturinn þarf að fara upp á bókasafn skólans, opna „breakout kassa“  þar sem næstu vísbendingu er að finna um horfnu bókina.

Gátan verður leyst fimmtudaginn 16. mars.

Nemendur eiga að lesa a.m.k. 15 mín. á dag í skólanum og aðrar 15 mín. heima og skrá lesturinn í lestrardagbók.

 

Posted in Fréttaflokkur.