Öskudagur

Öskudagur var haldinn hátíðlegur einsog alltaf í Snælandsskóla. Yngsta stigið hittist í stofum hjá umsjónarkennurum, léku með dótið sitt, spiluðu, fóru í leiki, Kahoot, „Just Dance“ og fleira. Einn árgangur í einu fór síðan saman í gamla íþróttasalinn þar sem var dansað, sprellað og kötturinn sleginn úr tunnunni undir stjórn Helgu Bjarkar og Alla íþróttakennara. Mið- og unglingastigið hittist í stofum hjá umsjónarkennurum þar sem var spilað, farið í leiki, kahoot og fleira. Síðan fór hver árgangur í Fagralund þar sem farið var í leiki og sprellað að hætti Brodda og Jóhönnu kennara.

Posted in Fréttaflokkur.