Leikskólabörn og kennarar leikskólans í Álfatúni í Kópavogi komu í sína fyrstu heimsókn í vikunni til að kynna sér skólann. Kristín Pétursdóttir deildarstjóri yngsta stigs og 5. bekkingar tóku á móti hópunum. Þetta er liður í að tengja vinabekkina í skólanum við börnin sem byrja á næsta hausti. Leikskólabörnin voru leidd um skólann af nemendum og skólinn skoðaður ásamt því að stoppa á bókasafninu og fá sögu frá Guðmundu kennara. Notaleg stund.