Jólaföndur foreldrafélagsins á laugardag

Næsta laugardag 26. nóvember kl. 11.- 14. 30  verður jólaföndurdagur foreldrafélagsins  í skólanum. Það er löng hefð fyrir þessum viðburði í skólanum og það hefur verið alveg einstaklega vel að honum staðið af hálfu foreldrafélagsins og alltaf fullt hús út úr dyrum.

Skólahljómsveitin kemur og spilar í hádeginu. Nemendur hafa verið að undirbúa að skreyta skólann með jólasveinum og englum fyrir þennan dag.

 

Posted in Fréttaflokkur.