Haustdagurinn

Föstudaginn 16. september var  haustdagurinn haldinn í skólanum eða dagur íslenskrar náttúru. Umsjónarkennarar ásamt öðrum starfsmönnum á hverju stigi skipulögðu dagskrá fyrir sitt stig. Á yngsta stiginu var farið í  stöðvavinnu á leikvellinum við skólann. Svæðinu var skipt upp í kubbasvæði, húllastöð, leikvöll, fótbolti, ærslabelg, boltaleik og snú snú og sipp þar sem nemendur fóru á milli stöðva. Á miðstigi og unglingastigi var farið í skemmtilegan ratleik sem voru skipulagður í Turf Hub appinu og gengið víðsvegar um  Kópavog til að leysa þrautir. Hér má sjá myndir af deginum.

Posted in Fréttaflokkur.