Fyrsta hollið, skipað 10. bekkingum í Snælandsskóla, fór í Fossvogslækinn í gær og landaði einum tólf vænum hornsílum (Gasterosteus aculeatus). Þau dvelja nú í góðu yfirlæti í náttúrufræðistofunni í fríu fæði og húsnæði í u.þ.b. tvo sólarhringa eða svo. Að því búnu hverfa þau til síns heima reynslunni ríkari!“