Nemendur í 9. bekk tóku munnlegt próf í dönsku í vikunni með nýstárlegum hætti. Sett var upp verslun þar sem nemendur áttu að kaupa sér ís og tala dönsku. Þau fengu einkunn fyrir það hvernig þeim gekk að tala dönskuna. Þau eru búin að vera með sendikennara, Frank Heinrichas frá Danmörku, sem hefur komið inn í dönskutíma hjá Gurí kennara. Saman hafa þau verið að gera einstaklega skemmtileg verkefni, meðal annars bókmenntaverkefni í 8. bekk.