Nemendur á unglingastigi notuðu blíðviðrið í morgun og mældu hæðina á grenitrénu fallega við suðurinngang Snælandsskóla. Til þess var notast við málband og prik. Aðferðina má sjá á innfelldu myndinni (F = fjarlægð frá mælingamanni að trjástofni). Hægt er að aldursgreina grenitré með því að telja greinakransa frá rót og upp í topp. Niðurstaða mælinganna: ~18 metrar á hæð og ~ 46 ára.