Mikil gleði var í dag, öskudag, í öllum árgöngum skólans. Árgangar hittust í stofum hjá sínum umsjónarkennara þar sem var spiluð spil, farið í leiki, kahoot, Just Dance og annað sem nemendur vildu gera. Nemendur í 1. – 4. bekk fóru í gamla íþróttasalinn þar sem það var marserað og kötturinn sleginn úr tunnunni. Allir nemendur skólans fengu nammipoka í lok dags frá Foreldrafélagi skólans. Hægt að sjá fleiri myndir á (1) Snælandsskóli | Facebook þegar kötturinn var sleginn úr tunnu hjá 1. – 4. bekk.