Á morgun er öskudagur og það er skertur dagur í skólanum skv. skóladagatali.
Nemendur mega koma í búningi en ef einhver vopn eru hluti af búningnum þá þarf að geyma þau heima.
Í hádeginu fá nemendur sem eru í mataráskrift hamborgara um kl. 11:20 og allir fá nammipoka í boði foreldrafélagsins. Að því loknu lýkur skóladeginum. Frístund tekur við nemendum sem þar eru skráðir að loknum hádegismat.