Jafnréttisdagurinn

Jafnréttisdagurinn byrjaði með umræðum og hugarflæði um hvað er gott og hvað megi betur fara í Snælandsskóla. Þetta er til undirbúnings Barnaþingi sem halda á í Kópavogi síðar í vor. Hugmyndum frá öllum árgöngum var sett í sameiginlegt skjal sem allir nemendur gátu kosið um hvað væri mikilvægast. Þetta skilaði skemmtilegri og lýðræðislegri vinnu. Í lokin voru tilnefndir tveir fulltrúar, stelpa og strákur, úr 5.-10.b til að fara á Barnaþingið í vor.

 

Posted in Fréttaflokkur.