Nemendur í 6. bekk sýndu söngleikinn Annie á þriðjudag og fimmtudag í sl. viku undir stjórn Margrétar G. Thoroddsen. Annie er fyndinn og spennandi söngleikur um unga stúlku sem býr á munaðarleysingjahæli hjá harðstjóranum Frú Karítas. Sýningin gekk stórvel og skemmtilegt að fá loksins að bjóða í „leikhús“. Fékk árgangurinn aðstoð hjá 9. og 10. bekkingum með förðun, hár, ljós og hljóð.