Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi fór fram í Salnum miðvikudaginn 12. maí. Lokakeppnin átti að fara fram í mars en vegna kóvid þurfti að fresta henni. Ánægjulegt var að hægt var að halda keppnina loksins núna. Fyrir hönd Snælandsskóla kepptu þau Halldór Gauti Tryggvason og Sóley Hjaltadóttir. Þau stóðu bæði mjög vel. Skemmtilegt er frá að segja að sigurvegari keppninnar í ár, Þóra Sif Óskarsdóttir sem keppti fyrir Kópavgsskóla, hóf nám við Snælandsskóla í mars eftir að hafa verið valin sem fulltrúi Kópavogsskóla. Við óskum Þóru Sif innilega til hamingju og erum mjög stolt af öllum þremur fulltrúum okkar í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þetta árið.

Posted in Fréttaflokkur.