Konungur ljónanna 7. bekkur

Nemendur í 7. S og 7. E voru með sýningu á Konungur ljónanna í gær og í dag. Sýningin var undir stjórn Sophie Louise Webb með aðstoð Erlu, Stefáns og Margrétar. Nemendur 7. bekkja buðu bekkjum í skólanum og gestum á sýninguna. Báðar sýningar voru teknar upp og fá foreldarar aðgang að þeim á skýi skólans sem foreldrar verða upplýstir um. Nemendur stóðu sig vel og mikil ánægja var meðal áhorfenda.

Posted in Fréttaflokkur.