Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Snælandsskóla fór fram í dag. Lesarar voru þau Halldór, Hildur Bella, Kári Steinn V, Mikael Logi, Óskar og Sóley. Þau stóðu sig öll svo vel að dómnefndin sem samanstóð af kennurunum Elsu, Ingu og Guðmundu, Degi Ara 8. bekkingi sem sigraði Kópavogskeppnina í fyrra auk Baldurs Sigurðssonar frá Menntavísindasviði og einn af forvígismönnum Stóru upplestrarkeppninnar var mjög lengi að ráða ráðum sínum. Halldór og Sóley stóðu uppi sem sigurvegarar og Óskar til vara. Þau talka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þann 25. mars nk. Við óskum þeim innilega til hamingju.

 

Posted in Fréttaflokkur.