Lestrarátak – þjóðsögur kynntar

Hið árlega lestrarverkefni okkar á yngsta stigi Lesum saman, korter á dag: 25. janúar til 12. febrúar.

Lesturinn hefst á þriðjudeginum 26. janúar og er markmiðið að lesa í 15 mínútur á dag

bæði í skólanum og heima. Þetta er fyrir utan hefðbundinn heimalestur nemenda.

Á skólasafninu fer fram kynning á þjóðsögum.

 

Umsjónarkennarar lesa þjóðsögur fyrir nemendur:

  • 1. bekkur – Álfasögur
  • 2. bekkur – Sagan af Gípu
  • 3. bekkur – Bakkabræður
  • 4. bekkur – Gilitrutt

 

Hver árgangur mun útfæra stutta kynningu úr sögunni sem þeim var úthlutað. Þetta getur verið söngur, leikþáttur, upplestur og myndir o.fl.

Sett fram á rafrænan hátt og við verðum með rafræna lokahátíð (ein kennslustund) með atriðum árganganna föstudaginn 12. febrúar.

 

Með lestrarkveðju,

Guðmunda

Posted in Fréttaflokkur.