Vegna nýrrar reglugerðar um skólastarf

Samkvæmt nýju reglugerðinni er ýmislegt nú heimilt í skólastarfi.
Kennsla:
.    Nemendur 1-10 bekk eru undanþegnir 2m nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
.    Ekki mega vera fleiri en 50 nemendur saman í rými innandyra
.    Blöndun nemanda milli hópa er heimil.

Sameiginleg rými:
.    Sameiginleg rými – inngangar, anddyri, salerni, gangar, mötuneyti og skólaakstur er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu.
.    Ákvæðið á einnig við um frístundaheimili, skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á grunnskólaaldri, sem og starfsemi félagsmiðstöðva.

Við munum því frá og með miðvikudegi 6. janúar taka mið af þessari reglugerð. Í kjölfarið verður skólastarf eðlilegt í hverjum árgangi og þar af leiðandi hefst kennsla í unglingadeild kl. 8:10 á morgnana. Mötuneytið opnar fyrir alla nemendur. Við munum hefja kennslu valgreina í unglingadeild í næstu viku. Við biðjum ykkur foreldra að brýna fyrir börnum ykkar að fylgja reglum um sóttvarnir og hreinlæti í matsal.

.    Áfram þarf að huga að sóttvörnum umfram allt.
o    Allir þurfa að spritta sig inn í skólann á morgnana bæði nemendur og starfsfólk.
o    Enginn fari inn í matsal án þess að spritta sig vel áður.
o    Nemendur spritta sig inn og út úr kennslustofum.
o    Nemendur spritta sig sérstaklega inn og út úr list- og verkgreinastofum.
o    Starfsmenn nota grímur í matsal.
o    Foreldrar og aðrir utanaðkomandi koma ekki inn í skólann nema nauðsynlegt sé og þá með grímur.

.    Nemendur í unglingadeild halda sig til að byrja með í sömu heimastofum og fyrir jól og kennarar fara á milli. Það er til að minnka umferð á göngum og fækka sameiginlegum snertiflötum. Nemendur verða í A og B hópum áfram eins og verið hefur. Nemendur í Smiðju mega núna fara inn í tíma sem þeir hafa farið inn í með bekknum.

.    Sérkennsla verður áfram með sama sniði að þriðji kennari fer inn í hópana til skiptis.

.    Matsalur verður opinn fyrir alla nemendur. Salatbar verður í boði með einfölduðu sniði og skipt um áhöld á milli hópa.
.    1.  og 2. bekkur borða kl. 11:20
.    3. og 4. bekkur borða kl. 11:40
.    5. og 7. bekkur borða kl. 12:00 nema á mán og fös.
.    6. bekkur borðar kl. 12:20
.    8. – 10. bekkir borða kl. 12:40. Viðmiðið er að 8. bekkur sitji í vesturhorni, 9. bekkur framan við sviðið og 10. bekkur í gryfju. Best er að árgangar blandist sem minnst.

Posted in Fréttaflokkur.