Gul veðurviðvörun

Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 9:00 í dag og gildir hún fram á nótt.

 

Skv. tilmælum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru foreldrar/forráðamenn beðnir um huga að því að sækja börnin sín í skólann eða frístund að loknum skóladegi.

 

Við óskum eftir því að nemendur í 1.-4. bekk verði sóttir eða að foreldrar sendi tölvupóst á ritara (halldorab@kopavogur.is) og gefi leyfi fyrir því að barnið megi sjálft ganga heim eftir skóla eða frístund. Nemendur í 5.-10. bekk mega fara sjálfir heim þegar skóla lýkur en foreldrar þeirra eru hvattir til að sækja nemendur ef þeir telja þörf á því.

 

Foreldrar þurfa að fylgjast með hvort röskun verði á íþrótta- og tómstundastarfi að loknum skóla og starfsfólk frístundar mun ekki senda nemendur með frístundarútu nema foreldrar hafi samband við frístund og óski sérstaklega eftir því að þeirra barn verði sent með frístundarútunni (ef hún þá gengur á annað borð vegna veðurs).

 

Tilmæli um viðbrögð foreldra við röskun á skólastarfi má nálgast hér.

Posted in Fréttaflokkur.