Bókagjöf til skólans

Skólinn fékk í dag veglega bókagjöf þegar Bjarni Fritzson, fyrirlesari og annar eigandi fyrirtækisisns Út fyrir kassann, kom færandi hendi. Hann afhenti skólanum 25 eintök af Orra óstöðvandi: Hefnd glæponanna, sem var valin barnabók ársins á Bókmenntahátíð barnanna 2020. Þá fylgdi með skemmtilegt verkefnahefti upp úr bókinni sem nemendur geta unnið í samhliða lestrinum.

Bjarni segir gjöfina vera þakklætisvott til skóla fyrir frábært starf á ótrúlegum tímum og fær hann bestu þakkir fyrir framtakið sem og gjöfina.

 

Takk fyrir okkur

Posted in Fréttaflokkur.