Fyrir um mánuði síðan vöktum við athygli á skilaboðum frá lögreglu í tengslum við óæskilega ofbeldishegðun meðal unglinga. Við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir ofbeldis- og/eða eineltismálum og hvetjum foreldra til að taka reglulega umræðu við sitt barn um hvað það er að horfa á, „læka“ og deila á samfélagsmiðlum. Margt á samfélagsmiðlum getur verið gagnlegt og skemmtilegt en því miður er líka hægt að finna þar efni og menningu sem við viljum ekki að börnin okkar séu hluti að.
Hér má sjá skilaboð af facebook síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.