Tímasetningar fyrir skólasetningu 25. ágúst

Við hefjum nú skólastarfið að nýju 25. ágúst og hlökkum til að hitta börnin ykkar. Skólasetning verður
með hefðbundnu sniði þar sem nemendur mæta í sal skólans og verður streymt á facebook síðu
skólans fyrir þá foreldra sem eiga þess kost að fylgjast með og sem að þessu sinni er því miður ekki
boðið á skólasetningu í skólanum.

Tímasetningar fyrir skólasetningu eru:
9:00 2. – 4. bekkur
10:00 5. – 7. bekkur
11:00 8. – 10. bekkur

Í kjölfarið hitta umsjónarkennarar nemendur í stofunum sínum. Að því loknu munu kennarar standa
fyrir námskynningum fyrir ykkur foreldra. Umsjónarkennarar munu senda ykkur nánari upplýsingar
um útfærslur á því. Við beinum því til foreldra að ef þeir eiga erindi við skólann að hafa samband við
ritara skólans og bóka tíma hjá kennurum eða stjórnendum.

Posted in Fréttaflokkur.