Skólastarf frá 6. maí

Vegna verkfalls falla frímínútur kl. 9:30 niður því skólaliðar annast gæslu í þeim. Kennsla í skólahúsnæðinu getur því ekki hafist fyrr en kl. 10:00 á morgnana. Nemendur í 1. – 5. bekk mæta kl. 10:00 en nemendur í 6. – 10. bekk fá fjarkennslu frá 8:10 – kl. 9:10 sem nánar er lýst hér fyrir neðan.
Nemendur fá sér morgunhressingu heima en nesta sig áfram með hádegisnesti og nemendur í Frístund geta fengið hressingu þar. Við minnum enn á að Snælandsskóli er hnetulaus skóli og biðjum foreldra að huga að því sérstaklega við val á nesti.
Á meðan á verkfalli stendur fá nemendur í 6. – 10. bekk fjarkennslu í fyrstu tveimur kennslustundum dagsins. Þeir eiga að vera tilbúnir, klæddir og komnir á ról kl. 8:10. Kennsla er frá 8:10 til 9:10, þá hafa nemendur tíma fyrir hressingu og að ganga í skólann þar sem næsti tími hefst kl. 9:50 hjá 8- 10. bekk og kl. 10 fyrir 6. og 7. bekk. Þetta á við þegar nemendur hefja skóladaginn í bóklegri kennslu. Kennsla í list- og verkgreinum á þessum tíma fellur niður. Ef nemendur eiga að byrja í sundi kl. 8:50 þá eiga þeir að mæta í það.
Skólaliðar annast þrif á A álmu sem er svæði 1. og 2. bekkjar. Okkur langar að reyna að bjóða upp á kennslu þessara árganga á bókasafni (2. bekkur) og á svæði Frístundar (1. bekkur) frá kl. 10:00. Síðan taka við gæðastund og list- og verkgreinar.
Kennsla fyrstu tvær kennslustundir hvers dags. Ef árgangar eru ekki tilgreindir í töflunni, hér fyrir neðan, fellur kennsla hjá þeim niður.


Við munum birta upplýsingar á Facebook síðu skólans og heimasíðu og biðjum ykkur að fylgjast með þeim.

skólastjórnendur

Posted in Fréttaflokkur.