Almannavarnir vilja benda á að hópamyndum unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hefur verið að aukast. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að við sem heild höldum fókus og sofnum alls ekki á verðinum.
Við viljum minna á að við verðum öll að halda áfram að fara eftir fyrirmælum og sporna gegn allri hópamyndum þar sem samkomubann í núverandi mynd breytist ekki fyrr en 4. maí.
Í myndbandsbútinum hér má bæði sjá Víði Reynisson fjalla um þetta atriði auk þess sem hann hrósar nemendum sérstaklega og hvetjum við ykkur til að skoða hrós dagsins frá honum.