Við höldum áfram með sama skipulag í þessari viku eins og við enduðum þá síðustu. Nemendur í 1.-5. bekk mæta á tilsettum tíma og kennarar sækja þá við innganga skólans og fylgja í kennslustofu.
Aðstæður eru þannig að áfram getum við bara tekið við nemendum í 1. bekk í frístund eins og verið hefur.
Fjarkennsla í 6.-10. bekk heldur sömuleiðis áfram en kennarar huga að því í þessari viku að hitta sína nemendur annað hvort með því að bjóða þeim tíma í skólanum eða mæla sér mót við þá með fjarfundarbúnaði.