🎀 Bleiki dagurinn – 22. október 🎀

Á morgun, miðvikudaginn 22. október, verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá eru allir landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og lýsa þannig skammdegið upp í bleikum ljóma – til stuðnings öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og til að sýna samstöðu og umhyggju. 💗

Við í Snælandsskóla viljum að sjálfsögðu leggja okkar af mörkum og hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að mæta í einhverju bleiku á morgun.

Posted in Fréttaflokkur.