Kaffihúsafundur Kópavogsbæjar var haldinn 12.september. Fundurinn var haldinn með nemendum úr öllum grunnskólum Kópavogsbæjar og bæjarráðsfulltrúum. Fyrir hönd Snælandsskóla fór Margrét Una í 6.bekk en hún er einnig í réttindaráði skólans.
Nokkrar tillögur voru settar fram og svo kusu nemendur á milli þeirra. Vinsælasta tillagan var frítt í strætó fyrir öll að 18 ára aldri. Einnig vildu nemendur sjá hæfileikakeppni milli grunnskólana sbr. Skrekk, fartölvur á unglingastigi, lengri íþróttatíma og morgunmat fyrir alla nemendur.
Fulltrúar undirrituðu svo skjalið og vonandi munum við sjá eitthvað af þessum tillögum í framkvæmd.