Í dag kom samfélagslögreglan í heimsókn og hitti nemendur í 8. bekk. Í næstu viku mun hún heimsækja 7. bekk.
Markmið heimsóknarinnar er meðal annars að byggja upp traust milli lögreglu og samfélags, auka öryggi barna og ungmenna og draga úr ofbeldi. Samfélagslögreglan er lykilþáttur í að bregðast við áskorunum, stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum og efla fræðslu og samvinnu allra.