Dýrafræði í Snæló!

Þriðjudaginn 29. apríl sl. áskotnaðist náttúrufræðistofunni í Snælandsskóla nýveiddir fiskar úr Faxaflóanum! Mest var þetta þorskur en líka ýsur, rauðmagar og einn ansi vænn steinbítur.  Það kom í hlut nemenda í 8. bekk að kryfja þá eftir kúnstarinnar reglum dýrafræðinnar og kynna sér þannig líffærafræði þessara ættingja okkar (við erum jú öll afkomendur fiska!). Ekki var laust við að sumir nemendur (og starfsmenn…) í E-álmu skólans fitjuðu aðeins upp á trýnið… svona til að byrja með… en svo tók fróðleiksfýsnin  öll völd og þau einhentu sér í verkefnið. Myndavélar voru á lofti allan tímann og hér meðfylgjandi má sjá nokkrar af (fjölmörgum skemmtilegum) myndum sem nemendur tóku.

Björn Gunnarsson kennari í náttúrufræði

 

Posted in Fréttaflokkur.