Í dag var haldinn Umhverfisdagur, sem samkvæmt skóladagatali er uppbrotsdagur. Vinabekkjum var skipt niður í 10 manna hópa og hver hópur fékk eina spjaldtölvu til umráða. Verkefni hópanna var að:
-
Taka hópmynd
-
Túlka 10 orð með ljósmyndum
-
Sýna frumleika, hugmyndaflug og tryggja góða samvinnu
Orðin sem átti að túlka og mynda voru: vorið – vinátta – hart – mjúkt – hreyfing – skemmtilegt – mengun – hoppandi – hugrekki – rennandi.
Eftir frímínútur hittust vinabekkir og tóku þátt í plokki á fyrirfram ákveðnum svæðum. Hver hópur fékk þrjá poka og flokkaði ruslið í plast, pappír og almennt rusl. Að lokum var öllum pokunum safnað saman í eitt stórt „ruslafjall“ fyrir framan aðalinnganginn.
Veðrið lék við okkur: sól, blíða og einstakt vorveður, sem gerði daginn enn ánægjulegri.