Lokahóf lestrarátaksins „Allir græða á að lesa” í 1. – 4. bekk var haldið í morgun. Teknar voru saman tölur um samanlagðan lestur nemenda í mínútum og uppgjör Snælandsbankans sett fram á myndrænan hátt, í skífu- og súluritum. Allir bekkir sýndu söngatriði sem Margrét tónmenntakennari stjórnaði. 1. bekkur söng lagið Fiskarnir tveir í rokkútgáfu! 2. bekkur bekkur söng lagið Fjöllin hafa vakað. 3. bekkur var með atriði úr Kardemommubænum og 4. bekkur var með taktfasta tónlist frá Afríku. Í lokin var „Break out – boxið” opnað með fjórum lásum, en nemendur og umsjónarkennarar í 1. – 4. bekk þurftu að leysa fjórar þrautir til að opna boxið og leysa Hans og Grétu úr prísundinni. Inni í boxinu var svo annað box sem aðeins sá sem öllu ræður gat opnað með lykli. Og hvað haldið þið? Í boxinu voru verðlaun fyrir alla í 1. – 4. bekk: Popp og bíó á bókasafninu í næstu viku.
Takk fyrir þátttökuna og áfram LESTUR!