Heimsókn frá KVAN

Fyrirlesarar frá KVAN, mennta- og þjálfunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í námskeiðshaldi, komu í skólann í vikunni á vegum Foreldrafélagsins og voru með fyrirlestra og umræður fyrir öll skólastigin, yngsta stigið, miðstigið og unglingastigið. Anna Guðrún Steinsen ræddi við yngsta stigið og miðstigið um sjálfstraust, stríðni og margt fleira. Til grundvallar lagði hún út af sögunum um Blómið og býfluguna og Ofurhetjur í einn dag með tilheyrandi boðskap og gaf skólanum. Sandra Helgadóttir var með fyrirlestur og umræður við unglingastigið um markmið og hvað það þýðir að setja sér raunhæf, mælanleg markmið með tímamörkum. Skólinn þakkar Foreldrafélaginu fyrir gott framlag í þágu nemenda.

Posted in Fréttaflokkur.