Hápunktur 50 ára afmælis skólans var í morgun með hátíðardagskrá. Nemendur fengu morgunmat í boði skólans, ostaslaufur, horn, ávexti og djús. Eftir frímínútur var farið í íþróttahús HK í Fagralundi þar sem dagskráin hófst með því að Brynjar skólastjóri hélt smá tölu. Eftir það spilaði Skólahljómsveit Kópavogs og nemendur sungu afmælissöng fyrir skólann. Fjórði bekkur tróð upp með atriði úr söngleiknum Ronja Ræningjadóttir og fyrsti bekkur söng fyrir nemendur. Eftir það ætlaði allt um koll að keyra þegar WÆB bræður, sem réttindaráð skólans ákváðu að ættu troða upp, komu og skemmtu. Mikil stemning var í salnum og nemendur tóku undir söng þeirra bræðra og dönsuðu. Þá var gengið í skrúðgöngu stuttan hring í hverfinu með undirspili Skólahljómsveitarinnar. Í hádeginu var boðið upp á afmælismat og afmælisköku í eftirrétt en eftir það tóku við hefðbundnar kennslustundir á öllum skólastigum. Seinna um daginn eða kl.14:30 var boðið upp á kaffi og kruðerí fyrir starfsfólk og fyrrverandi starfsmenn í sal skólans.