Foreldrar í heimsókn á afmælisviku skólans

Það var margt um manninn í morgun á afmælisviku skólans í tilefni af 50 ára sögu hans. Foreldrum nemenda var boðið að koma í skólann í afmælissamsöng kl. 8:10 í morgun og boðið var  upp á kaffi, köku og spjall í salnum en einnig gafst þeim kostur á að ganga um skólann og líta við í kennslustund milli kl. 8:30-9:50. Búið var að skreyta skólann og setja upp verkefni sem nemendur hafa verið að vinna að frá hausti. Flestir voru klæddir í samræmi við hrekkjavökudaginn sem er einmitt í dag.

Skólablað var gefið út af 7. bekk og 5. bekkur fékk gamla nemendur til viðtals um árin  í Snælandsskóla. Ágústa Birna Kristjánsdóttir 10. bekk klippti myndband með viðtölum saman og textaði.  Við þökkum foreldrum fyrir heimsóknina í skólann. Virkilega gaman að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að koma. Og bestu þakkir til foreldrafélags skólans fyrir blóm og falleg orð til skólans.

Posted in Fréttaflokkur.