Í Snælandsskóla taka 8. og 9. bekkingar þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Heiðar Þór Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Brynja Áslaug Sigurðardóttir, stærðfræðikennarar, hafa umsjón með keppninni í skólanum. Hún er fyrir alla nemendur þessara bekkja grunnskóla landsins. Á heimasíðu Pangea segir: „Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka. Keppnin er haldin í yfir 20 löndum í Evrópu og stigahæstu nemendunum er síðan boðið í úrslitakeppni sem haldin verður í Reykjavík. Stigahæstu þrír keppendurnir úr hvorum árgangi fá verðlaun að loknu keppni. Til að gera daginn hátíðlegan og fagna góðum árangri keppenda er boðið upp á skemmtiatriði og veitingar fyrir alla keppendur úrslitanna og aðstandendur þeirra.“