Skólahreysti fór fram í Laugardalshöllinni í gær. Í Skólahreysti keppa nemendur grunnskóla landsins sín á milli í ýmsum greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Þeir sem kepptu fyrir hönd Snælandsskóla voru:
• Andrea 9. bekk keppti í armbeygjum og hreystigreipi
• Daníel 9. bekk keppti í upphýfingum og dýfum
• Ragnhildur Sóley og Fannar í 10. bekk kepptu í hraðabrautinni
• Varafólk var Sólný og Magnús 10. bekk.
Á hópmyndina vantar Sólnýju. Litur Snælandsskóla var bleikur og því mættu nemendur í bleiku til að styðja okkar fólk. Þau stóðu sig svo vel!