Gjöf til Bókasafns Kópavogs frá nemendum

Nemendur í 5.- 10. bekk Snælandsskóla gáfu Bókasafni Kópavogs taupoka að gjöf fyrir lánþega. Nemendur hafa unnið að  þessu verkefni í textílmennt hjá Gunnlaugu kennara. Bókasafnið fékk um 70 stk til að dreifa í þetta sinn. Pokarnir eru unnir úr gömlum gardínum úr Snælandsskóla.

Gunnlaug Hannesdóttir, textílkennari í Snælandsskóla, afhenti Grétu Björgu Ólafsdóttur, deildarstjóra barnastarfs pokana.

 

Posted in Fréttaflokkur.