Skólasetningardagur

Það voru glaðir 1.bekkingar sem mættu í skólann í gær og dag í viðtal hjá umsjónarkennaranum sínum. Í tilefni af skólabyrjun fengu þau rós til að fagna þessum tímamótum. Mið- og unglingastigið mættu í skólasetningu í dag með foreldrum sínum. Foreldrum var síðan boðið upp á námskynningu í beinu framhaldi í stofum með kennurum meðan nemendur fóru út í góða veðrið með skólaliðum.

Posted in Fréttaflokkur.