Bugsy Malone söngleikurinn

Nemendur í 6. bekk á miðstigi í listum í flæði sýndu söngleikinn Bugsy Malone á sal skólans í gær og í dag fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra . Leikstjórar voru Margrét Th., Herdís Heiðarsdóttir, Sophie Webb og umsjónarkennarar þeirra, Ragnheiður Helgadóttir og Oddný Einarsdóttir. Óhætt er að segja að mikil gleði hefur verið meðal nemanda, starfsfólks og foreldra að fá koma á leiksýningu enda langt um liðið frá því a hægt var að vera með svona stóran viðburð á sal fyrir alla í skólanum. Leiksýningar voru því sex talsins.

Posted in Fréttaflokkur.