Foreldraviðtöl og vetrarfrí

Föstudaginn 22. október verður foreldradagur og hann nýttur til viðtala við nemendur og foreldra sem ekki hafa mælt sér mót við kennara á öðrum tímum. Engin kennsla verður þann dag.

Mánudag og þriðjudag (25. og 26. október) verður vetrarfrí en kennsla hefst aftur skv. stundaskrá miðvikudaginn 27. október.

Vonum að allir hafi það gott í fríinu.

Posted in Fréttaflokkur.