Öskudagur í Snælandsskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Snælandsskóla líkt og víða um land. Nemendur og starfsfólk mætti í grímubúningum, vinabekkir hittust og spiluðu saman, farið var í alls kyns leiki og loks var kötturinn sleginn úr tunnunni. Að því loknu fengu nemendur hádegismat og óvæntan glaðning frá foreldrafélaginu í eftirrétt.

Posted in Fréttaflokkur.