Úrslitin í lestrarkeppnina á miðstiginu „Lesum meira“ lauk í dag.
Allt miðstigið var mætt í salinn og einnig voru nemendur í 4. bekk sérlegir gestir, en þeir munu taka þátt í keppninni næsta vetur. Spenna, gleði og hrifning svifu yfir salnum og hefði mátt heyra saumnál detta þegar liðin voru að svara.
7. bekkir voru að keppa til úrslita, fjólubláa liðið úr 7.M og rauða liðið úr 7.S.
Í liði 7.M voru þau Irena, Logi Snær og Stefanía og í liði 7.S voru þau Björn Kári, Sandra Rós og Sólveig.
Liðin voru afar jöfn af stigum, en það fór svo að lokum að lið 7.S sigraði.
Sigurliðið fékk 6 mánaðar áskrift af Lifandi vísindum og bókina hans Ævars vísindamanns, Mitt eigið ævintýri og farandbikar. Bæði lið fengu viðurkenningarskjal.
Þeir nemendur sem lásu mest í fyrir keppnina voru nemendur 5.I og fékk bekkurinn viðurkenningarskjal og farandbikar.
Stigaverðir voru þau Bjartur og Halldóra í 10. bekk, Guðmunda var dómari og Basli spyrill.
Það liggur mikil vinna að baki svona keppni og á hún Guðmunda okkar á bókasafninu allan heiðurinn.