Fyrirlestur um jákvæða leiðtogafærni

Ingveldur Gröndal, þjálfari frá KVAN og fyrrverandi nemandi Snælandsskóla, heimsótti skólann og hélt áhugaverðan fyrirlestur um leiðtogafærni. Hún fjallaði um hvernig hægt er að vera bæði jákvæður og neikvæður leiðtogi, og ræddi meðal annars kvíða, trú á eigin getu, þægindarammann, feimni og hvernig þessir þættir tengjast því að verða góður leiðtogi.

Fyrirlesturinn var byggður á reynslu Ingveldar úr æsku og unglingsárum hennar, meðal annars úr handbolta, tónlist og dansi.

Það var Foreldrafélag Snælandsskóla sem stóð fyrir viðburðinum og bauð öllum nemendum, starfsfólki og foreldrum skólans að taka þátt.

Posted in Fréttaflokkur.