Skólasetning og upphaf vetrarstarfs

Það voru glaðir 1. bekkingar sem mættu í skólann fyrir helgi og í dag, ásamt foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennaranum. Í tilefni skólabyrjunar fengu þau rós til að fagna þessum tímamótum.

Í morgun mættu síðan nemendur á öðrum skólastigum með foreldrum sínum í skólasetningu í sal skólans. Að henni lokinni var foreldrum boðið í námskynningu í beinu framhaldi í stofum með kennurum, á meðan nemendur nutu góða veðursins úti.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst kl. 8:30 í öllum árgöngum.

Frístund opnar einnig þann dag.

Posted in Fréttaflokkur.